Daninn búinn að tapa milljarði í póker

Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner. Ljósmynd/Ole Martin,NTB scanpix

Danski knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner er án félags um þessar mundir, en hann er tíður gestur á sjónvarpsskjáum landa sína. Bendtner er mikill pókerspilari og hann ræddi áhugamálið í heimildamyndinni Bendtner og Philine. 

„Ég hef spilað póker alla ævi og ég haf tapað háum fjárhæðum, mjög háum fjárhæðum. Ég er í rauninni búinn að tapa fáránlegum upphæðum,“ sagði Bendtner, áður en hann var spurður nánar út í upphæðina. „Ætli það séu ekki um 50 milljónir króna,“ sagði framherjinn. 

Upphæðin, 50 milljónir danskra króna, eru rúmlega milljarður íslenska króna. Þrátt fyrir það segist Bendtner ekki vera spilafíkill. „Ég hef alltaf haft stjórn á mér. Einu sinni tapaði ég mjög miklu á kvöldi í London, en eftir það hef ég spilað með lægri upphæðir,“ sagði Bendtner. 

mbl.is