Dáist að manninum sem beit hann í öxlina

Chiellini liggur eftir að Suárez beit hann í öxlina.
Chiellini liggur eftir að Suárez beit hann í öxlina. AFP

Ítalski knattspyrnumaðurinn Giorgio Chiellini viðurkennir í væntanlegri ævisögu sinni að hann dáist að Luis Suárez, leikmanni Barcelona, og landsliði Úrúgvæ, þar sem Suárez beit Ítalann í leik Ítalíu og Úrúgvæ á HM 2014 í Brasilíu. 

Suárez var ekki refsað í leiknum sjálfum, en fékk fjögurra mánaða bann frá fótbolta og níu leikja bann frá landsleikjum eftir atvikið. Chiellini viðurkennir að hann dáist að hve langt Suárez er til í að ganga til að sigra. 

„Árásargirni er hluti af fótbolta. Þú þarft að vera skarpur til að komast fram hjá mótherja. Ég dáist að hve brögðóttur hann er,“ skrifar Chiellini í bókinni. „Hann væri bara venjulegur framherji annars,“ bætti Chiellini við. 

Úrúgvæ fór með 1:0-sigur af hólmi en atvikið átti sér stað í stöðunni 0:0. Þrátt fyrir það hefur Chiellini ekkert slæmt um framherjann að segja. „Allt í einu fann ég að ég hafi verið bitinn. Það gerðist bara, en það er hans aðferð í bardaga. Við erum svipaðir. Ég hef líka gaman af því að ráðast á sóknarmenn,“ skrifar Chiellini enn fremur. 

mbl.is