Mónakó þarf að selja 30 leikmenn

Mónakó þarf að selja lykilmenn til að halda sér á …
Mónakó þarf að selja lykilmenn til að halda sér á floti. AFP

Franska knattspyrnufélagið Mónakó þarf að selja 30 leikmenn í sumar vegna þeirra afleiðinga sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á fjárhag félagsins. 

Mónakó var í níunda sæti þegar deildinni var aflýst vegna kórónuveirunnar og fer því ekki í Evrópukeppni, annað tímabilið í röð, sem hefur reynst dýrkeypt, sérstaklega á meðan ástandið í samfélaginu er eins og það er. 

AFP greinir frá því að félagið þurfi 50 milljónir evra í sumar til að koma jafnvægi á reksturinn og munu sterkir leikmenn á borð við Benoit Badiashile, Wissam Ben Yedder, Benjamin Heinrichs, Youssouf Fofana og Fodé Ballo-Touré væntanlega yfirgefa félagið. 

mbl.is