Alfreð enn að glíma við meiðsli

Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli.
Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason verður ekki með liði sínu Augsburg er það mætir Schalke á útivelli í þýsku 1. deildinni í fótbolta á sunnudag. 

Alfreð er að glíma við meiðsli í hné, en hann missti einnig af leik liðins við Wolfsburg um síðustu helgi. Var um fyrsta leik eftir kórónuveirufrí að ræða. 

Heiko Herrlich, knattspyrnustjóri Augsburg, staðfesti tíðindin á blaðamannafundi í dag og tók fram að Alfreð væri byrjaður að æfa, en væri ekki klár í keppnisleik. 

Þá er Samúel Kári Friðjónsson byrjaður að æfa á ný með botnliði Paderborn, en hann var ekki með liðinu gegn Fortuna Düsseldorf um síðustu helgi vegna meiðsla. Paderborn mætir Hoffenheim á morgun og er óvíst með þátttöku Samúels. 

mbl.is