Stórglæsilegt mark Guðlaugs Victors (myndskeið)

Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik í haust.
Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik í haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Victor Pálsson skoraði glæsilegt mark fyrir Darmstadt í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag í 4:0 sigri liðsins á St. Pauli.

Reyndar fær hann markið eflaust ekki skráð á sig þar sem hann þrumaði knettinum í slána en þaðan fór boltinn í markvörð St. Pauli og inn.

Guðlaugur Victor hefur spilað vel með Darmstadt á tímabilinu og var t.a.m. í apríl valinn besti leikmaður liðsins á yfirstandandi keppnistímabili að mati knattspyrnutímaritsins Kicker.

Markið má sjá hér að neðan. mbl.is