Hann hefur breytt Manchester United (myndskeið)

Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir og Magnús Már Ein­ars­son ræddu við Tóm­as Þór Þórðar­son í Vellinum á Símanum sport um Bruno Fernandes, sem komið hefur eins og stormsveipur inn í lið Manchester United.

Fernandes skoraði mark United í 1:1 jafntefli liðsins gegn Everton í dag í ensku úrvalsdeildinni og hefur verið besti leikmaður liðsins frá því hann gekk í raðir félagsins í janúar.

Frá því að Fernandes gekk í raðir United hefur hann skorað flest mörk, átt flestar stoðsendingar, átt flest skot, og búið til flest færi, svo eitthvað sé nefnt.

Innslagið má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska fót­bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is