Fyrsta þjóðin afboðar sig til Tókýó

Ólympíusamband Kanada hefur tilkynnt að sambandið myndi ekki senda íþróttamenn á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan sem eiga að hefjast 24. júlí næstkomandi vegna kórónuveirunnar. Kanda er fyrsta þjóðin til þess að afboða sig á leikana en þá hefur sambandið einnig skorað á IOC, Alþjóðaólympíusambandið, að fresta leikunum um eitt ár.

„Þetta snýst ekki bara um heilsu íþróttamannanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í dag. „Þetta snýst um almannahagsmuni og eins og málið horfir við okkur þá stofnar það heilsu keppenda, aðstandenda og öllu samfélagi Kanada í hættu ef íþróttafólk heldur áfram að æfa af fullum krafti fyrir leikana.“

„Yfirvöld í Kanada hafa sent út ákveðin skilaboð til samfélagsins um að fólk eigi sem dæmi að halda sig heima. Það á svo að halda Ólympíuleika í júlí og íþróttamenn eru hvattir til þess að æfa sig af krafti fyrir þá og til þess þurfa þeir að fara út úr húsi. Það er samfélagsleg ábyrgð Ólympíusambands Kanada að koma í veg fyrir þetta,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Kanada ætlar að sniðganga Ólympíuleikana í sumar ef þeir fara …
Kanada ætlar að sniðganga Ólympíuleikana í sumar ef þeir fara fram á réttum tíma. AFP
mbl.is