Sá stigahæsti líka farinn frá Patriots

Stephen Gostkowski er stigahæsti leikmaðurinn í sögu New England Patriots.
Stephen Gostkowski er stigahæsti leikmaðurinn í sögu New England Patriots. AFP

Ruðningsfélagið New Englands Patriots hefur staðfest að félagið hafi sagt upp samningi sparkarans Stephen Gostkowski. Hefur hann verið hjá félaginu síðan 2006 og er stigahæsti leikmaður þess frá upphafi með 1743 stig í NFL-deildinni. 

Gostkowski varð þrívegis meistari með liðinu og er af mörgum talinn einn besti sparkarinn í sögu NFL-deildairnnar. Gostkowski átti eitt ár eftir af samningi sínum við New England en með að segja upp samningnum losnar um laun hjá félaginu til að semja við aðra leikmenn. 

Í síðustu viku yfirgaf Tom Brady lið New Englands Patriots og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers. Óvíst er hvað tekur við hjá Gostkowski sem er 36 ára. 

mbl.is