Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Íþróttalíf á Íslandi er í lamasessi vegna kórónuveirunnar.
Íþróttalíf á Íslandi er í lamasessi vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stundum áttar maður sig ekki á því hvað maður átti fyrr en maður hefur tapað því. Auðvelt er að falla í þá gryfju að taka hlutum sem sjálfsögðum, sérstaklega þegar maður hefur alla ævi haft óheftan aðgang að einhverju.

Þannig líður mér og eflaust fullt af öðru fólki með fótbolta og aðrar íþróttir. Það er leiðinlegt að geta ekki legið uppi í sófa og fylgst með liðinu sínu í enska boltanum eða mætt á völlinn að hvetja hverfisliðið áfram. Það var sjálfsagt að halla sér aftur, helgi eftir helgi, og horfa á uppáhaldsliðið spila.

Að sjálfsögðu eru hlutir í samfélaginu í dag sem skipta miklu meira máli en íþróttir, en þær skipta máli. Ég held með liði í enska boltanum sem er í toppsæti B-deildarinnar og hefur ekki verið í ensku úrvalsdeildinni í sextán ár. 

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »