ÍSÍ ekki tekið neina afstöðu

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ.
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. mbl.is/Golli

„Ég tel líkurnar á því að Ólympíuleikarnir í Tókýó 2020 fari fram á réttum tíma vera mjög dvínandi,“ sagði Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Í síðustu viku sendi ÍSÍ frá sér tilkynningu eftir fund alþjóðasérsambandanna með Thomasi Bach, forseta Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC. Á fundinum biðlaði Bach meðal annars til allra hagsmunaaðila að vera ábyrgir og leita leiða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Á fundinum kom einnig fram að IOC og skipuleggjendur Ólympíuleikanna stefndu að því að halda leikana á tilsettum tíma og að ekki væri þörf á neinum róttækum ákvörðunum um framhald leikanna á þessum tímapunkti.

„Það virðist vera einhver misskilningur í gangi um að ÍSÍ styðji það að leikarnir fari fram á tilsettum tíma. Engin slík umræða fór fram á þessum fundi og ekkert var ákveðið í þeim efnum á þessum fundi alþjóðasérsambandanna með IOC. Thomas Bach talaði um að það yrðu engar stórar ákvarðanir teknar um frestun leikanna á þessum tímapunkti. Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur þar sem samþykkt var að hreyfingin myndi vinna gegn útbreiðslu veirunnar og að stofna ekki heilsu íþróttafólksins í hættu og það var í raun það eina sem var samþykkt. Staðan yrði svo bara skoðuð, dag frá degi, en ÍSÍ hefur ekki tekið neina sérstaka afstöðu um það hvar við stöndum varðandi frestun,“ sagði Lárus.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »