Nú þarf ég að finna upp nýjar æfingaaðferðir

Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér …
Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó sem eiga að fara fram í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og Morgunblaðið fjallaði um í gær er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee orðinn atvinnumaður hjá kanadíska félaginu Toronto Titans, sem keppir í stórri alþjóðlegri deild, International Swimming League, ISL. Morgunblaðið sló á þráðinn til Antons sem býr í Boston í Bandaríkjunum.

„Til þessa hefur í rauninni ekki verið atvinnudeild í sundi í boði. Þú hefur þurft að vera einn af þeim bestu í heiminum til að komast í áttina að atvinnumennsku. Þessi deild byrjaði í fyrra og tímabil númer tvö byrjar í september. Þetta eru 10 lið og í kringum 30 eða 40 sundmenn í hverju liði,“ útskýrði Anton.

Margt af fremsta sundfólki heims er í liðunum tíu sem hefja keppni í deildinni í haust en keppnistímabilið stendur frá september og fram í apríl 2021. Um leið og Anton var kynntur til leiks staðfesti Titans að búið væri að semja við Bandaríkjamanninn Blake Pieroni sem varð ólympíumeistari í 4x400 m boðsundi í Ríó 2016 og heimsmeistari í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug árið 2018.

Breytir landslaginu í sundi

Anton segir keppnina breyta landslaginu fyrir sundmenn, enda til þessa verið afar erfitt að gerast atvinnumaður í greininni. Þá er þessi deild einnig góð fyrir áhugamenn um sund.

„Það er komin meiri breidd í atvinnumennskuna núna og fleiri fá tækifæri til að komast inn í þetta og hafa í sig og á. Þetta er skref í rétta átt fyrir sundið. Það er komin meiri alvara í þetta og þetta er gott fyrir aðdáendur líka að hafa meiri aðgang að sundfólki. Það er komin ný vara fyrir þau til að fylgjast með. Svo er þetta frábært fyrir sundmenn eins og mig.“ 

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »