Ólympíumeistari skiptir um íþrótt

Stina Nilsson vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í …
Stina Nilsson vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. AFP

Sænska gönguskíðakonan Stina Nilsson, sem ríkjandi Ólympíumeistari í sprettgöngu, hefur ákveðið að skipta um íþrótt en þetta tilkynnti hún á Instagram síðu sinni í gær. Nilsson hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og sjö sinnum á heimsmeistaramóti.

Hún er ríkjandi heimsmeistari í 4x5km göngu kvenna og í liðspretti en hún ætlar að snúa sér að skíðaskotfimi. Fréttirnar hafa vakið mikla athygli enda Nilsson ein fremsta gönguskíðakona Svía og eru margir fjölmiðlamenn þar í landi undrandi á ákvörðun hennar.

mbl.is