Alonso spreytir sig í ágúst

Fernando Alonso.
Fernando Alonso. AFP

Enn berast fréttir af stórum íþróttaviðburðum sem þarf að fresta. Teknar hafa verið ákvarðanir um flesta stórviðburði í íþróttunum en nú hefur Indy 500 kappakstrinum verið frestað til 23. ágúst vegna kórónuveirunnar. 

Keppnin nýtur mikilla vinsælda í Banadaríkjunum og hefðin er sú að keppt sé í Indianapolis síðasta sunnudag í maí. Keppnin laðar að um 300 þúsund áhorfendur fyrir utan sjónvarpsáhorfið. Fernando Alonso, tvöfaldur meistari í Formúlu 1, hefur nú snúið sér að Indy 500 og er því enn meiri spenna fyrir keppninni í ár. 

Fyrstu átta keppnunum í Formúlu 1 hefur verið frestað vegna veirunnar. 

mbl.is