Ekki tilbúinn að hætta

Helgi Sveinsson ætlaði sér stóra hluti á Paralympics í Tókýó.
Helgi Sveinsson ætlaði sér stóra hluti á Paralympics í Tókýó. Ljósmynd/ÍF

Paralympics, Ólympíumót fatlaðra, er eina stórmótið í frjálsum íþróttum sem spjótkastarinn Helgi Sveinsson hefur ekki unnið til verðlauna á. Helgi ætlaði sér því stóra hluti í Tókýó í Japan í ágúst á þessu ári. Nú er ljóst að ekkert verður úr því að leikarnir fari fram dagana 25. ágúst til 6. september, þar sem þeim var frestað í síðasta lagi fram á næsta sumar vegna kórónuveirunnar.

Spjótkastarinn öflugi verður 41 árs í júní en hann keppir í fötlunarflokki F63. Hann hefur tvívegis unnið til gullverðlauna á Evrópumeistaramóti og þá varð hann heimsmeistari í spjótkasti í Lyon í Frakklandi árið 2013. Hans besti árangur á Paralympics er fimmta sæti en þeim árangri náði hann bæði í London 2012 og Ríó 2016, en leikarnir í Tókýó í sumar hefðu verið hans þriðju leikar.

„Maður var svo sem búinn að gera sér grein fyrir því að þetta myndi enda svona, miðað við hvernig hlutirnir hafa þróast, síðustu vikur og daga,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Að sjálfsögðu er mjög leiðinlegt að þetta skuli hafa farið svona. Maður er búinn að vera að fókusa mjög lengi á einhvern ákveðinn endapunkt og maður veit í raun ekkert hvernig eða hvenær maður kemst aftur af stað í átt að sínum markmiðum. Ég er hins vegar ekki einn í þessu og það eru allir íþróttamenn á sama stað, þannig lagað, og því á þetta ekki eingöngu við um mig. Ég er hins vegar sannfærður um að það muni birta til einn daginn en stóra spurningin er í raun bara hvenær það verður.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »