Eurogym verður ekki á Íslandi í sumar

Fimleikamótinu Eurogym hefur verið frestað fram á næsta sumar vegna …
Fimleikamótinu Eurogym hefur verið frestað fram á næsta sumar vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimleikamótinu Eurogym, sem fer fram á tveggja ára fresti og er ætlað að sameina ungt fimleikafólk í Evrópu, hefur verið frestað fram á næsta sumar vegna kórónuveirunnar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forráðamönnum mótsins.

Mótið átti að fara fram á Íslandi í júlí en ákvörðunin um að fresta mótinu var tekin af fimleikasambandi Evrópu og fimleikasambandi Íslands. Stefnt er að því að mótið muni fara fram í Reykjavík í júlí 2021.

Á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu fyrir viðburðinn næsta sumar og verður sú dagsetning tilkynnt í lok apríl,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu frá aðstendum mótsins hér á landi.

mbl.is