Rússneskir frjálsíþróttamenn í vondum málum

Natalia Antjukh vann til gullverðlauna í 400 metra grindahlaupi í …
Natalia Antjukh vann til gullverðlauna í 400 metra grindahlaupi í London 2012. AFP

Rússnesku Ólympíumeistararnir Andrev Silnov og Natalia Antjukah hafa bæði verið ákærð af WADA, Alþjóðalyfjaeftirlitinu, fyrir lyfjamisnotkun en það eru erlendir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Silnov varð Ólympíumeistari í hástökki í Peking í Kína árið 2008 en Antjukah varð Ólympíumeistari fjórum árum síðar í London í 400 metra hrindahlaupi.

Málið verður nú tekið fyrir af Alþjóðaíþróttadómstólnum, CAS, en verði þau fundin sek um lyfjamisnotkun verða þau svipt gullverðlaunum sínum. Þá bárust Alþjóðaíþróttadómstólnum einnig ákærur á hendur Jelenu Soboelvu og Oksönu Kondratjevu. Soboelva var langhlaupakona en Kondratjeva keppti í sleggjukasti. 

Rússneski hástökkvarinn Ivan Ukhov var sviptur gullverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í London 2012 vegna skýrslu sem Richards McLaren gerði á vegum Alþjóðalyfjaeftirlitsins en ákærur á hendur Soboelvu og Kondratjevu eru byggðar á sömu skýrslu. Soboelva hefur nú þegar verið svipt silfurverðlaunum sem hún vann til á HM 2007.

Þá hefur hún einnig verið svipt gullverðlaunum sem hún vann á HM 2008 innanhús en fjórmenningarnir sem hafa allir ákærðir hafa öll lagt keppnisskóna á hilluna. Það mun hins vegar ekki hafa nein áhrif á úrskurð Alþjóðaíþróttadómstólinn og verði þaun fundin sek verða þau svipt öllum keppnisverðlaunum sínum í gegnum tíðina.

mbl.is