Hefur keðjuverkandi áhrif

Ólympíuklukkan í miðborg Tókýó hóf nýja niðurtalningu í gær.
Ólympíuklukkan í miðborg Tókýó hóf nýja niðurtalningu í gær. AFP

Með þeirri tilkynningu IOC, Alþjóðaólympíunefndarinnar, og framkvæmdanefndar ÓL 2020 í Tókýó í gær um að Ólympíuleikarnir fari fram 23. júlí til 8. ágúst 2021 og Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í kjölfarið, er ákveðin keðjuverkun komin í gang.

Með frestuninni er kominn fastur punktur á dagskrá íþróttamóta á heimsvísu fyrir árið 2021 sem aðrir þurfa að laga sig að.

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum átti að fara fram í Eugene í Bandaríkjunum í ágústmánuði 2021. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið tilkynnti strax og ÓL-dagsetningarnar lágu fyrir í gær að ákvörðun IOC nyti fulls stuðnings og nú væri vinnan komin í gang við að finna dagsetningar fyrir HM í frjálsum á árinu 2022.

Lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta hafði þegar verið frestað um eitt ár en hún á að fara fram sumarið 2021 og standa yfir frá 11. júní til 11. júlí. Mánuði síðar átti lokakeppni EM kvenna að hefjast og standa til 1. ágúst. Hugmyndir voru uppi um að hnika aðeins til dagsetningum þannig að um yrði að ræða eitt stórt EM-sumar fyrir bæði karla og konur.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »