Einn sá besti snýr sér að þjálfun

Floyd Mayweather
Floyd Mayweather AFP

Hne­fa­leikakapp­inn Floyd Maywe­ather hefur ákveðið að feta í fótspor föður síns og gerast þjálfari en hann er orðinn 43 ára gamall. Mayweather vann fimmtán titla á glæstum ferli en hann barðist 50 sinnum og tapaði aldrei.

Frændi hans, Roger Mayweather, var alkunnur hnefaleikaþjálfari en hann lést í síðasta mánuði vegna veikinda. Nú vill Floyd feta braut frænda og föður og verða „besti þjálfari heims“.

„Á tímum sem þessum hef ég séð mikilvægi þess að við stöndum saman og hjálpum hvert öðru. Ég vil taka þátt í að breyta lífi fólks og hjálpa ungum hnefaleikamönnum að vera eins góðir og þeir geta orðið,“ var meðal þess sem Mayweather skrifaði á samfélagsmiðlum.

mbl.is