Ein sú efnilegasta látin 18 ára að aldri

Johanna Bassani var aðeins 18 ára þegar hún lést.
Johanna Bassani var aðeins 18 ára þegar hún lést. Ljósmynd/Skíðasamband Austurríkis

Ein efnilegasta skíðagöngukona heims, Johanna Bassani, er látin aðeins 18 ára að aldri. Þrátt fyrir ungan aldur átti Bassani að keppa á HM fullorðinna í ár. 

„Það er með mikilli sorg sem Skíðasamband Austurríkis færir ykkur fregnir af andláti hinnar ungu Johanna Bassani. Hún lést 5. maí síðastliðinn á 19. aldursári.

Hún var ein efnilegasta skíðakona heims og var gríðarlega vinsæl og vel liðin innan sambandsins. Við erum öll í losti,“ segir í tilkynningu sambandsins. 

Aðeins eru fimm mánuðir síðan hún vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar. 

Dánarorsökin eru enn ókunn en ekki er reiknað með að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

mbl.is