Íslenskt landslið á HM á snjóbrettum

María Finnbogadóttir er í landsliðinu í alpagreinum.
María Finnbogadóttir er í landsliðinu í alpagreinum.

Skíðasamband Íslands hefur valið öll landslið fyrir næsta vetur, tímabilið 2020-2021. Valið var eftir áður útgefinni valreglu sem kynnt var haustið 2019.

Fram undan er tímabil þar sem heimsmeistaramót fara fram í þremur greinum; alpagreinum, snjóbrettum og skíðagöngu. Er þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt landslið stefnir á þátttöku á HM í snjóbrettum. 

Baldur Vilhelmsson, Benedikt Friðbjörnsson og Marinó Kristjánsson skipa íslenska landsliðið í snjóbrettum, en landsliðshópa Skíðasambands Íslands má sjá hér fyrir neðan. 

Alpagreinar

A-landslið
María Finnbogadóttir
Sturla Snær Snorrason

B-landslið
Aðalbjörg Lilly Hauksdóttir
Bjarki Guðmundsson
Georg Fannar Þórðarson
Gauti Guðmundsson
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir

Skíðaganga

A-landslið
Albert Jónsson
Isak Stianson Pedersen
Snorri Eyþór Einarsson

B-landslið
Dagur Benediktsson
Kristrún Guðnadóttir

Snjóbretti

Landslið
Baldur Vilhelmsson
Benedikt Friðbjörnsson
Marinó Kristjánsson

mbl.is