Þrjú ár frá heimsmetinu

Helgi Sveinsson.
Helgi Sveinsson. mbl.is/Valgarður Gíslason

Íslendingar eiga ekki marga heimsmethafa en spjótkastarinn Helgi Sveinsson er einn þeirra.

Íþróttasamband fatlaðra minnist þess í dag að heimsmet Helga sem enn stendur var sett fyrir þremur árum sléttum.

Helgi kastaði þá 59,77 metra á Opna ítalska meistaramótinu í frjálsum. Keppti hann þá í flokki F42.

Síðan þá hefur samkeppnin harðnað þegar þrír flokkar voru sameinaðir í einn en metið hefur þó ekki verið slegið.

Færsla ÍF

mbl.is