Á æfingu með þeim besta á Íslandi (myndskeið)

Hilmar Örn Jónsson er besti sleggjukastari Íslands.
Hilmar Örn Jónsson er besti sleggjukastari Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur gefið út þátt á samfélagsmiðlum sínum sem ber nafnið Á æfingu með. Fjallað er um Hilmar Örn Jónsson, besta sleggjukastara landsins, í fyrsta þætti. 

Er Hilmar í 41. sæti á heimslistanum í sleggjukasti og einn fremsti frjálsíþróttamaður landsins. Er Íslandsmet hans 75,26 metrar. Hilmar lauk nýlega við háskólanám í Bandaríkjunum, þar sem hann varð fjórum sinnum svæðismeistari ACC í greininni. 

Var hann valin frjálsíþróttakarl ársins 2019. Þennan skemmtilega þátt má nálgast í myndskeiðinu hér fyrir neðan. 

mbl.is