Í bann og missir af Ólympíuleikunum

Bralon Taplin missir af Ólympíuleikunum í Tókýó.
Bralon Taplin missir af Ólympíuleikunum í Tókýó. AFP

Alþjóðaíþrótta­dóm­stóll­inn, CAS, hafnaði í dag áfrýjun hlauparans Bralon Taplin, en hann var á dögunum úrskurðaður í fjögurra ára bann fyrir að sniðganga lyfjapróf eftir keppni í heimalandinu Granada. 

Taplin sjálfur sagðist ekki vita að hann ætti að fara í lyfjapróf og var hann farinn úr landi og til Bandaríkjanna morguninn eftir keppnina. Dómstóllinn taldi frásögn hlauparans ekki trúverðuga. 

Taplin var fjórði í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó og með áttunda besta tímann innanhús á þessu ári. Mun hann missa af Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári sem og HM 2020 í Bandaríkjunum og HM 2023 í Ungverjalandi. 

mbl.is