Fresta heimsmeistaramótinu um eitt ár

Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður Íslands í dag, fer ekki …
Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður Íslands í dag, fer ekki á HM á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþjóðasundsambandið, FINA, tilkynnti í dag að heimsmeistaramótinu sem fram átti að fara í Abu Dhabi í desember á þessu ári hafi verið frestað um eitt ár.

Mótið fer fram á sama stað dagana 13. til 18. desember 2021 samkvæmt yfirlýsingu FINA. „Við höfum verið í náinni samvinnu við yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna málsins undanfarnar vikur og teljum að þetta sé besta lausnin fyrir alla þátttakendur mótsins,“ segir Julio Maglione forseti FIFA í yfirlýsingunni.

mbl.is