Allt er á réttri leið

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Ljósmynd/GSÍ

„Þetta er allt á réttri leið hjá mér, leikurinn hjá mér er miklu stöðugri og ég er að sjálfsögðu ánægður með sigurinn,“ sagði Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, í samtali við Morgunblaðið eftir að hann sigraði á SM Match-mótinu sem fram fór í Svíþjóð, en það var liður í Nordic Tour-mótaröðinni.

Þetta er fyrsti sigur Axels á Nordic Tour-röðinni en áður hafði hann lent í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti. „Ég er búinn að vera við toppinn í nokkrum mótum en ekki alveg náð að klára með sigri, en núna kom það og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Axel.

Hörku holukeppni

Mótið var með nokkuð öðru sniði en öll önnur mót á mótaröðinni. Nú var leikin holukeppni. „Það voru 64 kylfingar sem fengu keppnisrétt og við spiluðum sex leiki á þremur dögum þannig að það má segja að það hafi mikið verið slegið hér frá fimmtudegi til laugardags. Ég held að tólf leikir hafi endað í framlengingu,“ sagði Axel.

Í úrslitum mætti hann Daniel Lökke frá Danmörku í leik sem var mjög jafn, en að lokum náði Axel undirtökunum og sigraði 3-1. „Þetta var mjög jafn leikur og ef ég man rétt var ég kominn eina upp eftir tvær holur en tapaði því snarlega aftur og hann átti eina holu eftir sex holur og hélt því dálítið lengi. Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég náði að jafna og komast yfir en ég náði að halda forystunni og átti tvær holur þegar við komum á 15. teig og sú hola og sú næsta féllu og ég vann síðan á sautjándu holu,“ sagði Axel.

Sjá allt viðtalið við Axel í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »