Margt sem er miklu mikilvægara en golf

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods, einn fremsti kylfingur allra tíma, segir að heilsufar almennings sé margfalt mikilvægara en golfið.

„Það er fjölmargt í lífinu sem er mikilvægara en einhver golfmót þessa stundina. Við verðum að vera örugg, klár og gera það sem er rétt fyrir okkur sjálf, ástvini okkar og samfélag," skrifaði Tiger á Twitter.

Hinn 44 ára gamli Tiger vann Masters-mótið í Augusta í Bandaríkjunum á síðasta ári og vonaðist til þess að geta varið titillinn en mótinu hefur verið aflýst eins og flestöllum stórum íþróttaviðburðum næstu vikurnar.

mbl.is