Hvernig gat þetta gerst?

Rory McIlroy
Rory McIlroy AFP

Ýmsar upprifjanir hafa verið í gangi í íþróttaheiminum þegar ekki er keppt í íþróttum í heiminum vegna kórónuveirunnar. 

PGA-mótaröðin í golfi setti saman skemmtilegt myndskeið sem má sjá hér fyrir neðan þar sem safnað er saman ýmsum atvikum frá mótaröðinni sem kalla má ótrúleg. 

Þar má til dæmis sjá þegar upphafshög Rory McIlroy endaði ofan í buxnavasa áhorfanda og þegar þegar upphafshögg Sergio Garcia hafnaði í fingri áhorfenda og var konan með demantshring á fingrinum. Demanturinn var hins vegar ekki sjáanlegur eftir höggið. 

mbl.is