Ekki bara til að vera með

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ætlar sér sigur á Hlíðavelli um …
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ætlar sér sigur á Hlíðavelli um helgina. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég er mjög spennt að keppa aftur á Íslandi. Ég er búin að spila tvisvar á þessum velli í vikunni og ég er að venjast íslenskum aðstæðum á ný. Það gengur ágætlega,“ sagði atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Morgunblaðið.

Hún verður á meðal þátttakenda á ÍSAM-mótinu sem fram fer á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar um helgina. Leiknir verða þrír hringir, tveir í dag og einn á sunnudag. Allir sterkustu áhuga- og atvinnukylfingar landsins eru með á mótinu, þar sem ekki er keppt erlendis um þessar mundir vegna kórónuveirunnar. Má því nánast fullyrða að mótið verður það best mannaða hér á landi frá upphafi.

Skrítið að keppa á Íslandi

„Þetta er mjög sterkt mót og þetta verður áskorun. Að hafa svona marga sterka kylfinga mun eflaust hvetja okkur öll til að gera enn betur,“ sagði Ólafía sem lék síðast keppnisgolf hér á landi fyrir fjórum árum er hún lék á Íslandsmótinu á Akureyri 2016. „Það er svolítið skrítið að koma að keppa á Íslandi. Ég er búin að vera svo mikið erlendis og maður er að sjá fólkið allt aftur,“ sagði Ólafía, sem hefur leikið sem atvinnumaður allar götur síðan; fyrst í Evrópumótaröðinni og síðar LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Nú leikur hún í Symetra-mótaröðinni og freistar þess að vinna sér inn keppni á LPGA á nýjan leik. Næstu vikur og mánuði mun hún hinsvegar einbeita sér að því að spila á mótum hérlendis.

Sjá samtal við Ólafíu Þórunni í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »