Sigraði eftir sexfaldan bráðabana

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann sigur eftir sexfaldan bráðabana.
Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann sigur eftir sexfaldan bráðabana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór með sigur af hólmi eftir sexfaldan bráðabana á ÍSAM-mótinu í golfi sem fram fór á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar um helgina. Guðrún Brá leiddi með tveimur höggum eftir fyrstu tvo hringi sína í gær en hún var á samtals tveimur höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kom þar á eftir á pari en Ólafía Þórunn spilaði frábært golf í dag og fékk fjóra fugla og tvo skolla. Guðrún Brá fékk þrjá fugla í dag og þrjá skolla og því voru þær jafnar eftir átján holurnar.

Því var gripið til bráðabana þar sem báðir keppendur fengu tækifæri til þess að fara með sigur af hólmi en að lokum var það Guðrún Brá sem tryggði sér sigur. Valdís Þóra Jónsdóttir var einnig skráð til leiks en hún náði sér ekki á strik og hafnaði í fjórða sæti á tólf höggum yfir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði vel í dag en það dugði …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði vel í dag en það dugði ekki til. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is