Þrjár bestu mætast aftur

Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir …
Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru saman í ráshópi í Mosfellsbæ um síðustu helgi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðra helgina í röð mætast atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á golfmóti hér á landi. Fyrir mótið í Mosfellsbæ höfðu þær ekki leikið saman á móti frá árinu 2016 en um síðustu helgi hafði Guðrún betur í sexföldum bráðabana gegn Ólafíu og Valdís hafnaði í fjórða sæti.

Á morgun hefst fyrsta mótið í mótaröð Golfsambands Íslands á þessu tímabili en það er B59 Hotel-mótið sem fram fer á Garðavelli á Akranesi. Valdís Þóra verður því á heimavelli að þessu sinni. Leiknar verða 54 holur eins og í Mosfellsbæ en að þessu sinni er keppt á þremur dögum í stað tveggja, frá föstudegi til sunnudags.

Í karlaflokki eru einnig margir af bestu kylfingum landsins meðal keppenda, eins og Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Bjarki Pétursson, Axel Bóasson, Ólafur Björn Loftsson og Rúnar Arnórsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »