Hola í höggi tvo daga í röð

Frá Garðavelli á Akranesi.
Frá Garðavelli á Akranesi. mbl.is/Freyr

Kylfingurinn Elísabet Valdimarsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Garðavelli á Akranesi í gær. Elísabet fór holu í höggi á þriðju holu vallarins sem jafnframt er par 3 hola en hún er formaður kvennanefndar Golfklúbbsins Leynis.

Guðjón Theódórsson, félagi í Leyni, var ekki minni maður í dag og fór einnig holu í höggi á sömu braut. Golfklúbburinn Leynir vakti athygli á þessum afrekum á Facebook-síðu sinni og hafa kylfingarnir fengið mikið lof fyrir.mbl.is