Öruggt hjá Val í lokin

Ryuto Inage í kröppum dansi gegn Víkingi í kvöld.
Ryuto Inage í kröppum dansi gegn Víkingi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur og Víkingur mættust í Olís-deild karla í handknattleik í Víkinni í kvöld og auk leiknum með 27:22  sigri Vals. Hlíðarendadrengir því með 19 stig en Víkingur sem fyrr með 5 stig. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Valsmenn voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10, en þeir þurftu að hafa fyrir því og tókst ekki að stinga Víkinga af.

Í seinni hálfleik náðu heimamenn að laga stöðuna og voru tveimur fleiri í tæpar tvær mínútur en tókst ekki að nýta sér það, Valsmenn juku síðan muninn á lokamínútunum og niðurstaðan var öruggur fimm marka sigur.

Víkingur 22:27 Valur opna loka
60. mín. Ólafur Ægir Ólafsson (Valur) skoraði mark
mbl.is