Hetjan í naumum útisigri

Gunnar Steinn Jónsson lék afar vel í dag.
Gunnar Steinn Jónsson lék afar vel í dag. AFP

Gunnar Steinn Jónsson var hetja Ribe-Esbjerg í naumum 27:26-útisigri á Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Leikstjórnandinn skoraði átta mörk fyrir Ribe-Esbjerg og varði svo boltann í síðustu skottilraun Bjerrinbro-Silkeborg á lokasekúndunni og tryggði sínum mönnum sigurinn. 

Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg en Daníel Þór Ingason var ekki með sökum meiðsla. Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro-Silkeborg. 

mbl.is