Björgvin sýnir krökkum markmannsæfingar (myndskeið)

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður.
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og danska liðsins Skjern hefur sett myndskeið á Facebook þar sem hann sýnir krökkum fjölbreyttar æfingar fyrir markverði sem auðvelt er að framkvæma þegar þau þurfa að æfa ein eða með takmarkaðri aðstoð.

Ljóst er af góðum viðbrögðum sem færsla Björgvins hefur fengið að æfingarnar falla í góðan jarðveg. (Best að smella á "Click to enter fullscreen" áður en myndskeiðið er sett af stað).

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman