Reynum að vera hugmyndarík

Ýmir Örn Gíslason í leik með íslenska landsliðinu á EM …
Ýmir Örn Gíslason í leik með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

„Ég verð í einangrun í viku í viðbót, eins og allir í liðinu, og má ekkert fara út. Ég hef samt ekki fundið fyrir neinum einkennum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við Morgunblaðið.

Ýmir gekk í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val í febrúar. Síðustu daga hefur Martin Schwalb þjálfari liðsins, sem og nokkrir leikmenn, greinst með kórónuveiruna. Ýmir má því ekki fara út úr húsi.

„Þetta er ekki óskastaða. Maður reynir eitthvað að æfa heima en maður er ekki með endalausar hugmyndir, svo það verður fljótt þreytt. Það er sem betur fer lítið eftir af þessu og þetta fer að klárast,“ sagði Ýmir. Hann segir nokkurn viðbúnað í borginni, en félagið er í Mannheim í suðvesturhluta Þýskalands.

„Það er búið að loka einhverjum leikvöllum og svo öllum skólum og leikskólum. Það er enn fólk á ferli en það passar sig á því að vera í nægilega mikilli fjarlægð hvert frá öðru. Fólk er ekki mikið að hittast, svo að það eru einhverjar varúðarráðstafanir í gangi. Ég hef hins vegar ekkert getað farið út til að upplifa það mikið sjálfur.“

Viðtalið í heild má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins en áskrifendur geta einnig nálgast það hér á mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »