Mér hefur alltaf liðið hrikalega vel í Eyjum

Birna Berg Haraldsdóttir skrifaði undir tvegga ára samning við ÍBV …
Birna Berg Haraldsdóttir skrifaði undir tvegga ára samning við ÍBV í í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta hefur í raun alltaf verið hluti af mínum plönum að fara til Eyja þegar að ég myndi snúa heim úr atvinnumennskunni og ég er virkilega ánægð með að vera búin að klára þetta,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Örvhenta stórskyttan, sem er 26 ára gömul, skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV í gær en hún mun snúa aftur til Vestmannaeyja í sumar. Birna kemur til ÍBV frá þýska 1. deildarfélaginu Neckarsulmer þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki á leiktíðinni.

Hún á að baki farsælan feril sem atvinnumaður frá árinu 2013 með Sävehof í Svíþjóð, Glassverket í Noregi, Aarhus United í Danmörku og loks Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott og mun hún ganga til liðs við ÍBV þegar samningur hennar við þýska félagið rennur út í lok júní.

„Í sannleika sagt er ég búin að vera fram og til baka með það hvort ég eigi að vera koma heim yfir höfuð. Ég er enn þá ung og mér finnst ég eiga nóg eftir. Það voru nokkrir möguleikar í stöðunni, meðal annars að spila áfram úti í Þýskalandi, og þá voru einnig íslensk lið sem settu sig í samband við mig en ÍBV lét mig vita af áhuga sínum fyrir tveimur árum síðan. Þá er kærastinn minn, Claes Engelbrektsson, handboltaþjálfari og ÍBV gat boðið honum starf innan félagsins. Þetta hentaði okkur því mjög vel á þessum tímapunkti. Ég spilaði eitt tímabil með ÍBV í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu og mér hefur alla tíð liðið hrikalega vel í Eyjum. Þetta er frábær staður og valið, þegar uppi var staðið, var þess vegna auðvelt.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »