Félag landsliðsmanns í krísu

Ágúst Elí Björgvinsson stendur vaktina í íslenska markinu.
Ágúst Elí Björgvinsson stendur vaktina í íslenska markinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Danska handknattleiksfélagið Kolding er í miklum fjárhagserfiðleikum, m.a. vegna afleiðinga kórónuveirunnar.

Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson samdi við félagið til tveggja ára fyrr á árinu og Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson léku með liðinu í vetur, en nú er framhald þess í óvissu. 

Stjórn félagsins sagði í dag af sér og í tilkynningu þess kom fram að ekki hafi tekist að ná endum saman fyrir næstu leiktíð. Reyndi félagið m.a. að semja við leikmenn um lækkun launa, en án árangurs. 

Kolding er sigursælasta handknattleiksfélag Danmerkur og státar af fjórtán Danmerkurmeistaratitlum. 

mbl.is