Framarar safna liði

Andri Már Rúnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við …
Andri Már Rúnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andri Már Rúnarsson og Elías Bóasson eru gengnir til liðs við handknattleikslið Fram en þetta kom fram á Instagram-síðu félagsins. Þeir skrifa báðir undir tveggja ára samning en Elías er uppalinn í Safamýrinni á meðan Andri er uppalinn í Þýskalandi.

Elías er fæddur árið 1993 en hann kemur til félagsins frá ÍR í Breiðholti þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú tímabili. Hann var að glíma við meiðsli á nýafstaðinni leiktíð og kom þess vegna einungis við sögu í þremur leikjum á tímabilinu þar sem hann skoraði að eitt mark að meðaltali.

Andri Már, sem er fæddur árið 2002, kemur til Fram frá Stjörnunni en hann lék tuttugu leiki fyrir liðið í úrvalsdeildinni, Olísdeildinni, á leiktíðinni. Þar skorað hann tvö mörk að meðaltali í leik og var með 46% skotnýtingu. Þá er hann fastamaður í U18 ára landsliði Íslands.

Elías Bóasson hefur leikið með ÍR frá árinu 2017.
Elías Bóasson hefur leikið með ÍR frá árinu 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is