Reynslunni ríkari eftir dvöl erlendis

Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir snéru heim úr …
Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir snéru heim úr atvinnumennsku á dögunum og skrifuðu undir samning í Garðabæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik fékk gríðarlegan liðstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir skrifuðu báðar undir tveggja ára samning við félagið.

Báðar eru þær 25 ára gamlar og að snúa aftur heim úr atvinnumennsku en þær hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

Helena Rut er uppalin í Garðabænum og hóf meistaraflokksferil sinn með Stjörnunni árið 2012.

„Það var margt sem spilaði inn í þá ákvörðun mína að koma heim,“ sagði Helena í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Ég tók góðan tíma í að hugsa þetta fram og til baka en ég vil ekki meina að kórónuveirufaraldurinn hafi átt stóran þátt í þeirri ákvörðun minni að koma heim, þótt hún hafi kannski gert það að einhverju leyti.

Mér stóð til boða að spila áfram erlendis en það er ákveðinn pakki líka að þurfa flytja og byrja á núllpunkti ef svo má segja. Það voru margir að koma heim, deildin að styrkjast, og að lokum fannst mér mest spennandi í stöðunni að koma heim í Stjörnuna.“

Stjarnan fyrsta val

Helena gekk til liðs við norska félagið Byåsen árið 2017. Hún fór svo til Dijon í Frakklandi í janúar 2019 áður en hún samdi svo við SönderjyskE í Danmörku sumarið 2019 en hefur nú ákveðið að snúa heim í Garðabæinn.

„Ég er uppalin í Garðabænum og Stjarnan var alltaf mitt fyrsta val. Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari liðsins, hafði samband við mig og hennar hugmyndafræði fyrir næsta tímabil heillaði mig mikið. Hún vildi styrkja skyttusvæðin og það hentaði því vel fyrir mig að koma aftur til uppeldisfélagsins.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag en þar er rætt við báða leikmennina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »