Ákvörðunin auðveld eftir grænt ljós frá pabba

Sigtryggur Daði Rúnarsson skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV …
Sigtryggur Daði Rúnarsson skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV í gær. Ljósmynd/ÍBVSport

Heimsókn til Vestmannaeyja gerði útslagið að sögn Sigtryggs Daða Rúnarssonar, sem skrifaði undir þriggja ára samning við handknattleikslið ÍBV í gær.

Sigtryggur, sem verður 24 ára gamall í júní, kemur til félagsins frá Lübeck-Schwartau í Þýskalandi, en leikmaðurinn, sem er uppalinn hjá Þór á Akureyri, hefur leikið allan meistaraflokksferil sinn í Þýskalandi.

Hann hóf meistaraflokksferilinn með Aue en hélt svo til Balingen áður en hann gekk til liðs við Lübeck-Schwartau í þýsku B-deildinni árið 2018.

„Það er mjög gott að vera búinn að klára þetta og skrifa undir,“ sagði Sigtryggur Daði í samtali við Morgunblaðið. „Núna getur maður farið að skipuleggja og einbeita sér að komandi verkefni, sem er jákvætt. Ég er að flytja heim frá Þýskalandi þannig að fyrsta mál á dagskrá núna er að flytja búslóðina og koma sér almennilega fyrir í Vestmannaeyjum.

Þessi löngun að spila heima á Íslandi hefur alltaf verið til staðar hjá mér. Ég er vanur að horfa á úrvalsdeildina í sjónvarpinu, eins fáránlegt og það hljómar, og ég er þess vegna mjög spenntur að spila loksins í deildinni. Það eru ekki margir heima á Íslandi sem hafa verið áskrifendur að þýsku B-deildinni undanfarin ár og ég er þess vegna spenntur að sýna mig og sanna á Íslandi.“

Vill berjast um titla

Í febrúar tilkynnti Lübeck-Schwartau að samningur Sigtryggs við félagið yrði ekki endurnýjaður í lok keppnistímabilsins. Eftir að þessar fréttir bárust settu þó nokkur lið sig í samband við leikmanninn, sem ítrekar að hann sé ekki kominn til Íslands til þess að slaka á.

„Það voru nokkur lið sem sýndu mér áhuga eftir að það var tilkynnt að ég væri á förum frá Lübeck-Schwartau. Ég var ekkert ákveðinn í að koma heim til Íslands á þeim tímapunkti. Það voru lið erlendis sem og á Íslandi sem sýndu mér áhuga en eftir að kórónuveirufaraldurinn blossaði upp í Evrópu fækkaði möguleikum mínum.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »