Bræður í handboltafjölskyldu

Andri Már Rúnarsson gekk til liðs við Fram í gær …
Andri Már Rúnarsson gekk til liðs við Fram í gær á meðan bróðir hans, Sigtryggur Rúnarsson, skrifaði undir samning við ÍBV. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Bræðurnir Sigtryggur Daði og Andri Már Rúnarssynir verða andstæðingar í úrvalsdeildinni í handbolta næsta vetur. Þeir skiptu báðir um félag í gær því þegar Sigtryggur Daði gekk til liðs við ÍBV samdi Andri Már við Framara um að leika með þeim á næsta tímabili. Andri, sem er aðeins 17 ára gamall, kemur frá Stjörnunni þar sem hann skoraði 60 mörk í 40 leikjum í úrvalsdeildinni síðustu tvö árin undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar.

Bræðurnir eiga ekki langt að sækja hæfileikana. Rúnar faðir þeirra var landsliðsmaður Íslands um árabil, lék 118 landsleiki og spilaði með Göppingen, Wallau/Massenheim og Eisenach í Þýskalandi og Ciudad Real á Spáni, ásamt því að þjálfa Eisenach, Aue og Balingen í Þýskalandi og lið Akureyrar í fimm ár.

Heiða Erlingsdóttir móðir þeirra lék lengi með Víkingi þar sem hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla og spilaði auk þess 50 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún lék líka með Haukum þar sem hún varð tvívegis Íslandsmeistari.

Þá lék hálfbróðir þeirra og sonur Rúnars, Aron Rúnarsson Heiðdal, fótbolta með Stjörnunni. Þar var hann í Íslandsmeistarahópnum árið 2014 og spilaði auk þess sem lánsmaður með Keflavík í úrvalsdeildinni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »