Mikið áhyggjuefni fyrir landsliðsþjálfarann

Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir snéru heim úr …
Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir snéru heim úr atvinnumennsku í vikunni og skrifuðu undir samning við Stjörnuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenskar handknattleikskonur flykkjast nú heim en fyrr í vetur tilkynnti Birna Berg Haraldsdóttir að hún hefði samið við ÍBV í Vestmannaeyjum. Mariam Eradze fylgdi svo í fótspor hennar og gekk til liðs Val og þá samdi Rut Arnfjörð Jónsdóttir við KA/Þór á dögunum en hún var sú handboltakona sem hafði verið lengst íslenskra handboltakvenna í atvinnumennsku, á seinni árum í það minnsta.

Í vikunni tilkynnti Stjarnan svo að landsliðskonurnar Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru komnar heim úr atvinnumennsku. Það er alveg ljóst að kórónuveiran hefur átt einhvern þátt í því að landsliðskonurnar hafa ákveðið að snúa heim enda mörg félög í miklum rekstrarvanda eftir heimsfaraldurinn. Kvennalið munu að öllum líkindum fara mun verr út úr faraldrinum enda erfiðara fyrir þau að sækja sér styrktaraðila en karlaliðin.

Eins frábært og það er að fá þessa leikmenn heim þá er þetta ákveðið áhyggjuefni fyrir íslenska kvennalandsliðið. 

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »