Landsliðskonur verða samherjar

Steinunn Hansdóttir er orðin leikmaður Vendsyssel.
Steinunn Hansdóttir er orðin leikmaður Vendsyssel. Ljósmynd/Vendsyssel

Steinunn Hansdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við danska félagið Vendsyssel. Kemur hún til félagsins frá Gudme í Danmörku. Steinunn er vinstri hornamaður. 

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir leikur með liðinu og verða þær því samherjar frá og með næstu leiktíð. Steinunn hefur lengi leikið í Danmörku og var hún áður hjá Horsens og Skanderborg. Lék hún síðast með Selfossi hér á landi. 

Vendsyssel leikur í efstu deild Danmerkur á næstu leiktíð, en liðið var í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst og fór því upp um deild. 

mbl.is