Landsliðshópar LH kynntir í Líflandi

A-landsliðshópur Landssambands hestamanna 2020.
A-landsliðshópur Landssambands hestamanna 2020. Ljósmynd/lhhestar.is

Landssamband hestamannafélaga kynnti landsliðshópa LH fyrir árið 2020 í Líflandi í dag. Landsliðsþjálfarararnir, Sigurbjörn Bárðarson þjálfari A-landsliðs og Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U-21 árs landsliðs, tilkynntu knapana sem valdir hafa verið í hópana en við val á knöpum var tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu.

Í upphafi keppnistímabils eru gerðar líkamlegar mælingar á knöpunum, gerð eru styrktarpróf, þolpróf og jafnvægis- og hreyfimynsturspróf og boðið er upp á ýmsa fræðslu og fyrirlestra yfir árið. Laugardaginn 11. apríl verður svo fjáröflunarmót landsliðsnefndar, „Allra sterkustu“, haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal. Mótið er með léttu yfirbragði og þar mætast landsliðsknaparnir með sína bestu hesta.

Stærsta landsliðsverkefni ársins er Norðurlandmótið sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun ágúst. Knapar í landsliðshópum LH eru í forvali þegar kemur að landsliðsverkefnum en einnig er mögulegt fyrir knapa utan landsliðshópanna að gefa kost á sér og sínum hestum í landsliðsverkefnin. 

A-landsliðshópur LH 2020:

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Hestamannafélaginu Herði
Árni Björn Pálsson, Hestamannafélaginu Fáki
Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélaginu Geysi
Bergþór Eggertsson, Þýskalandi
Guðmundur Björgvinsson, Hestamannafélaginu Geysi
Gústaf Ásgeir Hinriksson, Hestamannafélaginu Fáki
Hanna Rún Ingibergsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla
Haukur Tryggvason, Þýskalandi
Helga Una Björnsdóttir, Hestamannafélaginu Þyt
Hinrik Bragason, Hestamannafélaginu Fáki
Hulda Gústafsdóttir, Hestamannafélaginu Fáki
Jakob Svavar Sigurðsson, Hestamannafélaginu Dreyra
Jóhann Skúlason, Danmörku
Konráð Valur Sveinsson, Hestamannafélaginu Fáki
Olil Amble, Hestamannafélaginu Sleipni
Ragnhildur Haraldsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni
Siguroddur Pétursson, Hestamannafélaginu Snæfellingi
Sigursteinn Sumarliðason, Hestamannafélaginu Sleipni
Teitur Árnason, Hestamannafélaginu Fáki
Viðar Ingólfsson, Hestamannafélaginu Fáki
Þórarinn Eymundsson, Hestamannafélaginu Skagfirðingi
Þórarinn Ragnarsson, Hestamannafélaginu Smára

U-21 árs landsliðshóp LH 2020:

Arnar Máni Sigurjónsson, Hestamannafélaginu Fáki
Benedikt Ólafsson, Hestamannafélaginu Herði
Benjamín Sandur Ingólfsson, Hestamannafélaginu Fáki
Bríet Guðmundsdóttir, Hestamannafélaginu Spretti
Egill Már Þórsson, Hestamannafélaginu Létti
Glódís Rún Sigurðardóttir, Hestamannafélaginu Sleipni
Guðmar Freyr Magnússon, Hestamannafélaginu Skagfirðingi
Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni
Hafþór Hreiðar Birgisson, Hestamannafélaginu Spretti
Hákon Dan Ólafsson, Hestamannafélaginu Fáki
Katla Sif Snorradóttir, Hestamannafélaginu Sörla
Kristófer Darri Sigurðsson, Hestamannafélaginu Spretti
Thelma Dögg Tómasdóttir, Hestamannafélaginu Smára
Sylvía Sól Magnúsdóttir, Hestamannafélaginu Brimfaxa
Viktoría Eik Elvarsdóttir, Hestamannafélaginu Skagfirðingi
Védís Huld Sigurðardóttir, Hestamannafélaginu Sleipni
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir, Hestamannafélaginu Fáki 

U21-árs landsliðshópur Landssambands hestamanna.
U21-árs landsliðshópur Landssambands hestamanna. Ljósmynd/lhhestar.is
mbl.is