Toppliðið þurfti framlengingu

Khris Middleton.
Khris Middleton. AFP

Milwaukee Bucks, sem situr á toppi Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik, vann 137:134-sigur á Washington Wizards í framlengdum leik í nótt. Þetta var í fyrsta sinn sem Milwaukee spilaði eftir að hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni á laugardaginn, fyrst allra liða í deildinni.

Khris Middleton átti stórbrotinn leik fyrir toppliðið, skoraði 40 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Frammistaða hans reið baggamuninn í framlengingunni þar sem hann skoraði níu stig í röð.

Joel Embidd sló sitt persónulega stigamet er hann skoraði 49 stig fyrir Philadelphia 49ers gegn Atlanta Hawks í 129:112-sigri en hann tók einnig 14 fráköst. Þá var James Harden drjúgur fyrir Houston Rockets, skoraði 37 stig og gaf níu stoðsendingar, í 123:112-sigri á New York Knicks.

Úrslitin í nótt
Cleveland Cavaliers - Miami Heat 125:119
Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 129:112
Washington Wizards - Milwaukee Bucks 134:137
Brooklyn Nets - Orlando Magic 113:115
Houston Rockets - New York Knicks 123:112
Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 139:123
Utah Jazz - Phoenix Suns 111:131
Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 124:97

mbl.is