Úrslit eiga að ráðast á leikvelli en ekki við fundarborð KKÍ

Úr leik Hamars og Fjölnis.
Úr leik Hamars og Fjölnis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknatt­leiks­deild Ham­ars hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem ákvörðun körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands um hvernig eigi að ljúka keppn­is­tíma­bil­inu er for­dæmd.

Stjórn KKÍ ákvað í vik­unni að Hött­ur færi upp í efstu deild á kostnað Fjöln­is sem fell­ur. Ham­ar var tveim­ur stig­um frá Hetti í deild­inni og hefði farið upp í topp­sætið með sigri á Hetti þar sem liðin áttu eft­ir að mæt­ast inn­byrðis. Máté Dalmay, þjálf­ari Ham­ars, lýsti yfir óánægju sinni í viðtali við mbl.is.

Nú hef­ur körfuknatt­leiks­deild fé­lags­ins for­dæmt vinnu­brögð KKÍ og skorað á sam­bandið að end­ur­skoða ákvörðun sína en til­kynn­ing­una má lesa í heild hér að neðan.

Til­kynn­ing körfuknatt­leiks­deild­ar Ham­ars

Í til­efni ákvörðunar stjórn­ar KKÍ um lok keppn­is­tíma­bils­ins
2019/​2020 í körfuknatt­leik.

Stjórn körfuknatt­leiks­deild­ar Ham­ars lýs­ir yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórn­ar KKÍ um það hvernig keppn­is­tíma­bil­inu 2019/​2020 er lokið.

Við for­dæm­um vinnu­brögð stjórn­ar KKÍ, úr­slit eiga að ráðast á leik­velli en ekki við fund­ar­borð KKÍ. Ákvörðun stjórn­ar KKÍ er að okk­ar mati ólög­leg. Við hvetj­um stjórn KKÍ til að end­ur­skoða ákvörðun sína.

Með vin­semd og virðingu
f.h. körfuknatt­leiks­deild­ar Ham­ars
Lár­us Ingi Friðfinns­son formaður

mbl.is