Hótuðu að lemja LeBron

LeBron James er einn besti körfuknattleiksmaður allra tíma.
LeBron James er einn besti körfuknattleiksmaður allra tíma. AFP

LeBron James, einn besti körfuknattleiksmaður heims, þótti á sínum tíma efnilegur ruðningsleikmaður. LeBron skoraði 16 snertimörk á einu tímabili í menntaskólaruðningi, en að lokum varð körfuboltinn fyrir valinu. 

Í umsögn sem njósnari fyrir ónefnt ruðningsfélag skrifaði um LeBron kemur fram að hann hafi verið efnilegasti ruðningsleikmaðurinn í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Félagar LeBrons vissu hins vegar að hann gæti orðið einn besti körfuboltamaður heims.

„Vinir mínir hótuðu að lemja mig eftir hverja einustu æfingu ef ég myndi spila ruðning aftur þangað til ég fengi nóg. Að lokum komst ég að réttri niðurstöðu og valdi rétta íþrótt!“ skrifaði LeBron á Instagram.

mbl.is