Mættur aftur til Kína

Jeremy Lin er ein skærasta stjarnan í kínverska körfuboltanum.
Jeremy Lin er ein skærasta stjarnan í kínverska körfuboltanum. AFP

Kínverska körfuknattleiksdeildin mun í næsta mánuði fara af stað á nýjan leik eftir þriggja mánaða hlé vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ástandið í Kína hefur batnað töluvert á síðustu vikum og virðist baráttan við veiruna vera að vinnast. 

Ein skærasta stjarna deildarinnar, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Jeremy Lin, er mættur til Kína, en þar leikur hann með Peking Ducks. Lin birti mynd af sér á Kínamúrnum á Instagram þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni með að vera mættur aftur til landsins. 

Munu allir leikir deildarinnar fyrst um sinn fara fram í einni eða tveimur borgum og þá verða ekki leyfðir áhorfendur.

Forráðamenn deildarinnar óttuðust að stærstu erlendu stjörnur hennar myndu ekki þora að koma aftur til Kína vegna veirunnar. Samkvæmt ESPN munu hins vegar flestir bandarískir leikmenn deildarinnar snúa aftur til landsins á næstu dögum. 

View this post on Instagram

Safely landed back in Beijing to finish out the CBA season! Excited to hoop again, but leaving the bay worried and with a heavy heart for the sick, the jobless and all those fighting fear, anxiety and stress over the unknown future. Shoutout to our medical staff in the 50 states for working tirelessly and everyone keep doing your part in slowing the virus! It's been an awesome 2 months camped out in the gym...basketball has never been more meaningful. The world needs basketball now more than ever. I still remember when I went through my toughest moments and worst injuries, you guys were there for me. I hope to return the favor. As all you beloved fans told me the day after my knee injury, keep fighting bc we're #NeverDone ❤️ #14dayquarantine #airportcouchesarenttoobad

A post shared by Jeremy Lin 林書豪 (@jlin7) on Mar 19, 2020 at 7:34am PDT

mbl.is