Landsliðsmaðurinn áfram í Breiðholti

Collin Pryor í baráttunni í vetur.
Collin Pryor í baráttunni í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild ÍR og landsliðsmaðurinn Collin Pryor hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samningi um eitt ár. Collin kom til ÍR fyrir síðasta tímabil, en hann hefur leikið á Íslandi síðan 2013. 

Collin lék fyrst um sinn með FSu hér á landi. Þá hefur hann einnig leikið með Fjölni og Stjörnunni. Er hann með íslenskt vegabréf og hefur leikið með íslenska landsliðinu, en hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. 

Leikmaðurinn skoraði 17,6 stig og tók 5,4 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð og var einn besti leikmaður liðsins. ÍR var í sjöunda sæti og búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þegar tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is