Við Jordan yrðum ótrúlegir saman

LeBron James er einn besti leikmaðurinn í NBA í dag.
LeBron James er einn besti leikmaðurinn í NBA í dag. AFP

Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James segir að leikstíll sinn hefði hentað fullkomlega í liði með goðsögninni Michael Jordan. Jordan er af mörgum talinn besti körfuboltamaður allra tíma og LeBron James ekki langt á eftir. 

„Liðið er alltaf í fyrsta sæti hjá mér. Ég helt að mínir styrkleikar hefðu passað fullkomlega með Jordan. Hann var ótrúlegur skorari og gerði allt til að vinna. Við yrðum ótrúlegir saman. Ég myndi elska að senda á hann og spila með honum,“ sagði James á Youtube-síðu sinni. 

„Ég sá hvað Jordan og Pippen voru góðir saman, en ég held að ég og Jordan hefðum komist á næsta stig saman. Pippen var einn af mínum uppáhaldsleikmönnum, en við Jordan gætum gert enn betur,“ bætti hann við. 

mbl.is